Stundum of hávær
Betsý Ásta Stefánsdóttir er sextán ára og stundar nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Betsý er dugleg og metnaðarfull. Hún hefur gaman af félagsstörfum og er formaður ungmennaráðs Reykjanesbæjar.
Á hvaða braut ertu?
Ég er á félagsvísindabraut.
Hver er helsti kosturinn við FS?
Helsti kosturinn fyrir mig er félagslífið og gott að vera nálægt heimilinu.
Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?
Ég held ég myndi segja Róbert Andri bara einfaldlega af því hann er geggjaður gaur.
Skemmtilegasta sagan úr FS:
Skemmtilegasta sagan úr FS var þegar við Morfís-liðið vorum að æfa og Lárus datt niður stigann í 88 húsinu.
Hver er fyndnastur í skólanum?
HELENA MJÖLL VILHJÁLMSDÓTTIR.
Hver eru áhugamálin þín?
Félagsmál.
Hvað hræðistu mest?
Sjóinn og ketti.
Hvert er uppáhaldslagið þitt?
Hlusta lítið á tónlist en hlusta á hlaðvarpið Þarf alltaf að vera grín alla daga.
Hver er þinn helsti kostur?
Er mjög metnaðargjörn og hjálpsöm.
Hver er þinn helsti galli?
Er stundum of hávær.
Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Snapchat, Messenger og TikTok.
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? ELSKA þegar fólk er fyndið og metnaðarfullt.
Hver er stefnan fyrir framtíðina?
Stefnan er að halda áfram að vera mikið í félagsmálum og kannski einn daginn verða forseti hver veit.
Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það? Dugleg.