Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Stundar nám við snyrtiskóla í Los Angeles
Þriðjudagur 11. janúar 2011 kl. 09:17

Stundar nám við snyrtiskóla í Los Angeles

Hildur Ársælsdóttir er 22 ára, fædd og uppalin í Sandgerði og stundar nú nám í Los Angeles í Fashion Institute of Design and Merchandising háskólanum. Þar lærir hún að framleiða snyrtivörur frá grunni og koma þeim út á markaðinn en námið heitir á fagmáli Beauty Industry Merchandising & Marketing. Hildur býr í miðbæ LA ásamt unnusta sínum, Ársæli Markússyni en þau huga að flutningum til Pasadena, úthverfi LA.

„Það er mjög erfitt að komast inn í þennan skóla en hann er einn af 10 virtustu tískuháskólnum í heiminum. Þarna eru allar tískubrautir sem hægt er að ímynda sér eins og fatahönnun, hárgreiðsla, förðun og margt fleira.“ Nokkrir íslendingar hafa sótt þennan skóla og þar á meðal er Haffi Haff, frægur tónlistarmaður á Íslandi en hann lærði þar fatahönnun.

Hildi hefur gengið mjög vel í skólanum og eru allar einkunnir 9,5 eða 10. Hildur segist ekki komast mikið út úr húsi til að skemmta sér því heimalærdómurinn sé svo mikill. „Það er miðað við að fyrir hverja 3 tíma sem ég er í skólanum get ég áætlað 9 tíma heimavinnu, svo þetta er lítið annað en bara að læra.“ Þó hefur Hildur hitt fjöldan allan af frægu fólki eins og Walton Goggings sem lék Shawn í þáttunum The Shields en hún hitti hann á MTV Movie awards hátíðinni þar sem hún var að aðstoða við förðun.

Nú eru Hildur og Ársæll að leita sér af nýrri íbúð í LA en parinu langar að flytja sig nær skóla Ársæls. Hann er að læra kokkinn við einn virtasta kokkaskóla í heimi, Le Cordon Bleu. Sá skóli er staðsettur í Pasadina en Ársæll fer mun oftar í skólan en Hildur svo er það hagstæðara fyrir þau. Hildur útskrifast svo í mars á næsta ári en útskriftin sjálf er ekki fyrr en í júní.

Nánar í blaðinu á fimmtudaginn. - [email protected]

Efsta mynd: eftir Arnold Björnsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hildur við förðun á tónlistarmyndbandi fyrir Four east movement.