Stuðningsbíllinn þeysist um Reykjanesbæ
Stuðningsmannalið Keflavíkur þeysist nú um götur Reykjanesbæjar á sérútbúinni jeppa bifreið og auglýsa knattspyrnuleikinn í kvöld þar sem KR kemur í heimsókn á Suðurnesin og keppir á móti Keflavík. Leikurinn hefst klukkan 19:15.
Að aka um bæinn og auglýsa knattspyrnuleiki er ekki nýtt af nálinni hér í Reykjanesbæ því það hefur tíðkast síðastliðin ár að festa ýmis konar hátalara við bifreiðar, aka um bæinn, auglýsa leik kvöldsins og hvetja alla til að mæta á hann.
Ljósmyndari Víkurfrétta hitti stuðningsmannaliðið niður við höfnina í Keflavík en þar létu þeir sjómennina vita af leiknum því þeir eru nú fyrir fleira en fiskinn.
VF-mynd: Atli Már Gylfason