Stuðmenn flytja nýtt lag um Rúnar Júlíusson
Minningartónleikar um Rúnar heitinn Júlíusson frá Keflavík verða í Laugardalshöllinni í Reykjavík í kvöld. Landslið poppara kemur þar saman til að minnast Rúnars og flytja viðamikla dagskrá íslenskra dægurlaga.
Stuðmenn komu saman í hljóðveri Geimsteins í Keflavík á dögunum og tóku upp nýtt lag, óð til Rúnars heitins. Lagið heitir Rúnni Rúnni og verður frumflutt í kvöld.
Valgeir Guðjónsson, Stuðmaður, sagði í samtali við Víkurfréttir að Stuðmenn hafi viljað koma með „sérsaumaðan jakka“ á tónleikana og því hafi þetta lag og texti orðið til.
Lesendur vf.is fá í myndbandi hér á vefnum að heyra tóndæmi úr laginu en áður segir Valgeir Stuðmaður Guðjónsson af kynnum sínum við Rúnar Júlíusson.