Stuðkvöld Karlakórsins
Söngur og gleði verður í fyrirrúmi á Stuðkvöldi Karlakórs Keflavíkur á morgun en karlakórinn hefur fengið Félag harmonikkuunnenda til liðs við sig um helgina. Ætlunin er að áheyrendur taki virkan þátt í skemmtuninni og mun kórinn flytja syrpur af léttum lögum milli þess sem gestir taki þátt í fjöldasöng og gríni. Þá mun leynigestur mæta á svæðið en Stuðkvöldið fer fram í KK húsinu við Vesturbraut. Þá munu harmonikkuunnendur leika undir borðhaldi með kórnum og þegar líða tekur á kvöldið verður slegið upp harmonikkuballi. Miðaverð er kr. 2800,- en miða er eingöngu hægt að versla í forsölu eða með því að hafa samband í síma 699 6869, Páll.