Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Stuð og stemmning á Ljósanótt í gær
Laugardagur 4. september 2010 kl. 13:03

Stuð og stemmning á Ljósanótt í gær

Það var góð stemmning í miðbæ Reykjanesbæjar í gærkvöldi á öðrum degi Ljósanætur 2010. Fjölmörg skemtiatriði og menning blómstraði í bænum þrátt fyrir rysjótt veður.

Eftir formlega opnun sýningar Guðmundar Rúnar Lúðvíkssonar, Ljós/Nótt í Listasafni Reykjanesbæjar bauð skolamatur.is upp á kjötsúpu sem margir yljuðu sér á undir tónlistinni á stóra sviðinu.
Nokkrar hljómsveitir tróðu upp á stóra sviðinu, Gilli gill og prófessorinn Pacal Pinon, Breiðbandið, Elíza Newman, Retro Stefson og Raggi Bjarni og loks Bjartmar og Bergrisarnir. Hin aldna en landsþekkta Keflavíkurhljómsveit Júdas tróð svo upp á Ránni og sýndu þar að þeir hafa engu gleymt.

Dagskráin hófst svo í morgun með sögugöngu, Lífsstílsmaraþoni og árgangaganga verður kl.13.30 og fleiri atriði í kjölfarið. Hátindur Ljósanætur er að jafnaði á laugardagskvöld með glæsilegri flugeldasýningu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kjötsúpa í boði skolamatur.is og hún yljaði gestum á Ljósanótt.

Bjartmar og Bergrisarnir (sjá efst), Retro Stefson með Ragga Bjarna sem gestasöngvara voru góðir á stóra sviðinu.

Sjóðheitar Ljósanæturgellur voru um allan bæ í gær, bara stuð og stemmning.

Bílskúrsband í Keflavík var eitt fjölmargra atriða á Ljósanótt.

Íþróttaálfurinn og hans fólk voru í Nettó og það kunnu krakkarnir að meta.

Tugir myndlistarsýninga eru um allan bæ, hér er Sæmundur Gunnarsson en hann er í sal Réttarsins á Hafnargötu. Eru þetta Maggi og Halli á myndinni fyrir aftan hann??