Stuð í Frumleikhúsinu
Leikfélag Keflavíkur og Vox Arena, leikfélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja frumsýndu söngleikinn Með allt á hreinu síðastliðið föstudagskvöld með pompi og prakt. Bekkurinn var þétt setinn og áhorfendur skemmtu sér konunglega enda er söngleikurinn byggður á hinni goðsagnarkenndu mynd Stuðmanna sem flestir Íslendingar hafa séð. Nánar verður fjallað um söngleikinn í næsta blaði Víkurfrétta en meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá frumsýningu.
Önnur sýning fer fram í klukkan 20:00 kvöld og hægt er að nálgast miða í síma 4212540.
Myndir/EJS