Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þriðjudagur 18. mars 2003 kl. 13:41

Strengjakvartett með tónleika í Reykjanesbæ

Eþos kvartettinn verður með tónleika í Ytri-Njarðvíkurkirkju fimmtudaginn 20. mars n.k. kl. 20.00. Kvartettinn skipa Auður Hafsteinsdóttir á fiðlu, Greta Guðnadóttir á fiðlu, Guðmundur Kristmundsson á víólu og Bryndís Halla Gylfadóttir á selló. Á efnisskránni eru verk eftir Mozart, Puccini, Shostakovich og Jón Ásgeirsson.Tónleikar þessir eru í röð landsbyggðartónleika á vegum Félags íslenskra tónlistarmanna sem styrktir eru af menntamálaráðuneytinu en Tónlistarskóli Reykjanesbæjar og menningarfullrúi hafa gengið til samstarfs við þessa aðila með það fyrir augum að fá til bæjarins fleiri tónleika. Tónleikarnir eru öllum opnir og kostar miðinn kr. 1.500 en nemendur Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og gestir undir 18 ára aldri fá frítt inn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024