Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Mannlíf

Strax uppselt á heimatónleika Ljósanætur
Fimmtudagur 17. ágúst 2017 kl. 11:09

Strax uppselt á heimatónleika Ljósanætur

Miðar á heimatónleika á Ljósanótt seldust upp á nokkrum klukkustundum í gær þegar þeir voru settir í sölu þrátt fyrir að þeim hafi verið fjölgað um helming frá árinu áður.
Skipuleggjendur eru að vonum ánægðir með viðbrögðin og segja greinilegt að margir sem hafi misst af miðum í fyrra hafi ekki ætlað að gera sömu mistök í ár.
Alls taka sex hús þátt í heimatónleikunum að þessu sinni og boðið verður upp á alls tíu tónlistaratriði. Þá vekur eftirtekt endurkoma tveggja keflvískra hljómsveita eftir langt hlé sem koma fram af þessu tilefni en það eru sveitirnar Ofris og Pandóra.

Þeir sem koma fram eru: Par Ðar, Jónína Aradóttir, Pandóra, Ofris, Már Gunnarsson, Kristján Jóhannsson, Geir Ólafsson, Jón Jónsson, Bjartmar Guðlaugsson og Stebbi og Eyfi.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Miðahafar þurfa að nálgast armbönd og kort af húsunum vikuna fyrir tónleika í Duushúsum en dagskrá hefst kl. 21:00 og aftur kl. 22:00.

Stemmningin var frábær á Ljósanótt í fyrra. Þeir sem vilja rifja upp fjörið á Ljósanótt 2016  geta kíkt á sjónvarpsþátt VF frá því þá.

Tengdar fréttir