Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Straumurinn liggur á Garðskaga
Föstudagur 26. júní 2009 kl. 19:18

Straumurinn liggur á Garðskaga

Sólseturshátíðin á Garðskaga virðist ætla að verða fjölsótt þetta árið og straumurinn liggur á Garðskaga. Þangað eru nú komnir fjölmargir gestir með húsbíla, hjólhýsi, fellihýsi og hvað allir þessir gistimöguleikar heita. Túnið næst vitanum á Garðskaga er að fyllast en ennþá er nægt pláss á Garðskaga fyrir þá sem vilja setja niður hús sín.

Eiginleg dagskrá sólseturshátíðarinnar hefst ekki fyrr en á morgun en þrátt fyrir það hóf fólk að koma upp húsum sínum í gær á svæðinu. Viðamikil dagskrá er á morgun og stendur frá morgni og langt fram á kvöld.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á Garðskaga nú áðan og sýna þétta sólsetursbyggðina.





Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024