Strætó á Ljósanótt
Boðið verður upp á reglulegar strætóferðir í Reykjanesbæ á Ljósanótt og er vonast til að þær létti á bílaumferð þegar þúsundir hátíðargesta mæta á svæðið. Boðið verður upp á strætó á hátíðarsvæðið frá kl. 16 á föstudeginum til miðnættis á laugardeginum og eru bæjarbúar hvattir til þess að nota þessar samgöngur. Með þessu er einnig vonast til að meira framboð verði á bílastæðum fyrir þann mikla fjölda gesta sem kemur annars staðar frá.
Framkvæmdanefnd Ljósnætur bendir á mikilvægi þess að leggja bílum í merkt bílastæði og á þá staði sem kom komi ekki til með að torvelda þeirri umferð sem nauðsynlega þarf að komast um götur bæjarins, s.s. lögreglu, slökkviliðs og starfsmanna hátíðarinnar.
Einnig eru vegfarendur minntir á atriði eins og að bakka í bílastæði sem getur komið í veg fyrir mikla umferðarteppu. Allar upplýsingar varðandi bílastæði, lokanir á hátíðarsvæðinu og almenningssamgöngur má finna á Ljósanótt.is.