Stóru-Vogaskóli sigurvegari Stóru upplestrarkeppninnar
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Grunnskóla Grindavíkur í gær. Tólf keppendur tóku þátt frá þremur skólum, Grunnskóla Grindavíkur, Gerðaskóla og Stóru-Vogaskóla. Keppendur lásu sögur og ljóð í þremur umferðum. Stóru-Vogaskóli hlaut fyrstu og þriðju verðlaun en í öðru sæti varð Gerðaskóli.
Í fyrstu umferð lásu keppendur upp úr bókinni Bærinn á ströndinni eftir Gunnar M. Magnúss. Þá næst lásu þeir ljóð eftir skáldkonuna Huldu. Í þriðju umferð voru sjálfvalin ljóð eftir ýmsa höfunda. Keppnin var æsispennandi og margir keppendur mjög jafnir að mati dómnefndar sem tók sér góðan tíma til að skera úr um hverjir hrepptu vinningssæti. Að lokum stóð Elsa Kristín Kay Frandsen uppi sem sigurvegari en hún er úr Stóru-Vogaskóla. Una Margrét Einarsdóttir frá Gerðaskóla varð í 2. sæti og Sara Maya Önnudóttir frá Stóru – Vogaskóla varð í 3. sæti.
Aðrir keppendur voru:
Frá Gerðaskóla
Aþena Eir Jónsdóttir
Bára Kristín Þórisdóttir
Erik Oliversson
Frá Grunnskóla Grindavíkur
Katrín Lóa Sigurðardóttir
Katla Marín Þormarsdóttir
Elsa Katrín Eiríksdóttir
Kolbrá Sól Jónsdóttir
Frá Stóru - Vogaskóla
Edda Björk Birgisdóttir
Hanna Stefanía Björnsdóttir
Fjölmargir aðilar komu að keppninni og gerðu hana með aðstoð sinni hina glæsilegustu.
Sparisjóðurinn Grindavík gaf keppendum peningagjafir. 20 þúsund krónur fyrir 1. sæti, 15 þúsund fyrir 2. sæti og 10 þúsund fyrir 3. sæti.
Hérastubbur bakari gaf veglega tertur.
Blómakot gaf rósir sem keppendur fengu að lestri loknum og Mjólkursamsalan gaf gestum kókómjólk.
Félag íslenskra bókaútgefanda gaf keppendum í lokin bók með úrvali ljóða skáldkonunnar Huldu.
Aðrir sem komu að keppninni voru:
Raddir.
Tónlistarskólanir.
Nemendur, kennarar og foreldrar í 7.bekk.
Sérstakar þakkir frá einnig allir aðrir í skólunum sem stutt hafa við verkefnið með margvíslegum hætti.