Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 2. september 1999 kl. 23:47

STÓRU-VOGASKÓLI:

Nú lítur út fyrir að um 135 börn verði við nám í Stóru-Vogaskóla. Snæbjörn Reynisson skólastjóri, segir þetta vera örlitla fjölgun og að hana megi rekja til tíðra að- og brottflutninga fólks. Hafa einhverjar skipulagsbreytingar verið gerðar? ,, Já, mjög miklar. Skólinn er ekki einsetinn en við höfum samt þjappað skóladeginum á styttri tíma til að ná samfelldum skóladegi. Áður var kennt frá klukkan 8-17 en nú frá 8-15. Við höfum einnig ákveðið að bjóða uppá aðstoð við heimanám milli kl.15-16:30. Sú aðstoð er í boði fyrir alla aldurshópa. Í samvinnu við tómstundafulltrúa höfum við skipulagt tómstundadagskrá fyrir nemendur og þeim gefst líka kostur á að kaupa sér létta máltíð í hádeginu. Foreldrar verða reyndar að borga fyrir þessa auknu þjónustu, þ.e.a.s. matinn og námsaðstoðina, en gjaldtaka verður í algjöru lágmarki svo fólk geti nýtt sér þetta.” Hvernig gekk að ráða kennara? ,,Lítil viðbrögð fengust þegar við auglýstum eftir kennurum en þetta hafðist að lokum. Við erum nú með 10 réttindakennara og tvær leiðbeinendastöður, sem er svipað og áður. Við þurftum að bæta við tveimur kennarastöðum vegna breytinganna sem ég nefndi hér áðan.” Hvernig líst þér á veturinn? ,, Veturinn leggst ágætlega í mig. Hér hafa miklar breytingar verið gerðar en ég er bjartsýnn.”
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024