Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Stórtónleikar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar
Fimmtudagur 29. mars 2007 kl. 17:12

Stórtónleikar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar

Forskóladeild Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og næst elsta Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, eða C-sveit, og ein af rokkhljómsveitum skólans héldu tónleika fyrir nemendur í öllum grunnskólum Reykjanesbæjar í upphafi síðustu viku.

Alls voru fimm tónleikar haldnir á þessum tveimur dögum, en tónleikaröðinni lauk með stórtónleikum í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur. Þar komu fram nemendur í 2. bekk Forskóladeildar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar sem eru allir nemendur í 2. bekk grunnskólanna í Reykjanesbæ, alls um 180 nemendur, ásamt Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, C-sveit, og rokkhljómsveit skipaðri nemendum í tónlistarskólanum.

Video frá tónleikunum má finna í VefTV Víkurfrétta eða með því að smella hér.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024