Stórtónleikar til minningar um Siguróla Geirsson
Hópur fólks vinnur nú að undirbúningi stórtónleika til minningar um Siguróla Geirsson, tónlistarmann, sem lést langt um aldur fram en hefði orðið 60 ára þ. 19. maí nk. hefði hann lifað.
Tónleikarnir verða í Keflavíkurkirkju þ.. miðvikudaginn 19. maí nk. og munu á annað hundrað manns koma fram. Á meðal þeirra sem koma fram eru Kór Keflavíkurkirkju, Karlakór Keflavíkur, Kvennakór Suðurnesja, hljómsveitin X-menn, Lúðrasveit Tónlistarskólans í Keflavík og fjöldi annarra hljóðfæraleikara og söngvara.
Á efnisskrá eru lög og útsetningar eftir Siguróla en hann var mjög afkastamikill í þeim efnum. Tónleikanir verða nánar kynntir síðar.