Stórtónleikar og samverustund Grindvíkinga í Hörpu
Sunnudaginn 17. mars munu Fjallabræður stíga á stokk í Eldborgarsal Hörpu ásamt mörgu af fremsta tónlistarfólki þjóðarinnar. Má þar m.a. nefna Röggu Gísla, Sverri Bergmann, Jóhönnu Guðrúnu, Unu Torfa, Audda, Steinda Jr, Grindavíkudætrum og fleirum.
Þetta verða stórtónleikar og samverustund Grindvíkinga í Eldborgarsal Hörpu og er Grindvíkingum boðið á viðburðinn. Grindvíkingar geta nálgast miða á tónleikana endurgjaldslaust með því að senda póst á [email protected]. Taka þarf fram í póstinum hversu marga miða hver fjölskylda mun nýta sér.
Miðar verða í kjölfarið afhent rafrænt eða afhentir hjá fulltrúa UMFG í Tollhúsinu við Tryggvagötu. Ekki verður hægt að hafa samband við Hörpu vegna miða.
Tilgangurinn er tvíþættur; að skapa samverustund en eins og staðan er núna er samfélag Grindvíkinga dreift víða um land. Og að safna fjármunum til að styðja við börn, unglinga og æskulýðsstarf í Grindavík.
Til þess að gefa ungum Grindvíkingum tækifæri til að halda áfram að hittast, styðja hvort annað og rækta vináttuna og samfélag Grindvíkinga, hefur Styrktarfélag barna í Grindavík verið stofnað. Félagið er í eign og stjórn Grindvíkinga og munu ungmenni í Grindavík og þeir sem skipuleggja tómstunda-, íþrótta-, tónlistar- og æskulýðsstarf geta sótt um fjármagn frá félaginu til að fjármagna samverustundir, æfingarferðir, afþreyingu, ferðalög, mót og svo framvegis til að stuðla að því að Grindvísk umgmenni hittist, rækti vináttuna og samfélagið.
Leitað verður til fyrirtækja og einstaklinga eftir fjárframlögum en markið er sett hátt og er tilgangurinn að safna að minnssta kosti þeirri upphæð sem myndi safnast með hefðbundinni miðasölu á tónleika í Eldborgarsal Hörpu.
Allir sem koma að þessu framtaki gefa sína vinnu. Harpa gefur alla sína vinnu og veitir afnot af Eldborg ásamt ölllum þeim tækjum og tólum sem þarf án endurgjalds.
Til þess að leggja börnum og unglingum í Grindavík lið vinsamlegast leggið inn á reikning Styrktarfélags barna í Grindavík.
Kt: 670224-1630
Bankanúmer: 0133 15 007166
Í stjórn félagsins sitja:
Inga Þórðardóttir, Skólastjóri Tónlistarskóla Grindavíkur
Páll Erlingsson, Kennari í Grindavík
Þorleifur Ólafsson, framkvæmdastjóri UMFG
Páll Halldór Halldórsson Fjallabróðir
Hugi Hreiðarsson Fjallabróðir
Allir Grindvíkingar eru hvattir til að mæta á þennan viðburð og taka börnin með sér.