Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Stórtónleikar Of Monsters And Men og Agent Fresco
Miðvikudagur 19. október 2011 kl. 10:03

Stórtónleikar Of Monsters And Men og Agent Fresco

Stórtónleikar NFS verða haldnir í Andrews leikhúsi upp á Ásbrú, fimmtudaginn 20.október n.k. en fram koma Hljómsveitirnar Of Monsters And Men sem er ein vinsælasta hljómsveit landsins og Agent Fresco sem hefur notið vaxandi vinsælda undanfarin ár.

Hægt er að nálgast miða í FS í hádeginu og eitthvað rúmlega það á morgun og hinn.

Miðasala fyrir almenning í Andrews Theater:
Miðvikudagur: 18-20:00
Fimmtudagur: 16-21:00

Tónleikarnir hefjast kl 21:00.

Miðaverð: 2.000 kr.
Meðlimir NFS: 1.500 kr.

Einnig er hægt að ganga frá miðakaupum með því að millifæra á reikning NFS og senda tölvupóst á [email protected] með eftirfarandi upplýsingum:
Nafn greiðanda:
Kennitala greiðanda:
Fjöldi miða:

Reikningsnúmer: 121-26-4177
Kennitala NFS: 620103-2170

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þetta eru frábærir tónleikar á hlægilegu verði. Tryggið ykkur miða tímanlega!