Stórtónleikar í tilefni af 50 ára afmæli
Laugardaginn 22. nóvember efnir Karlakór Keflavíkur til stórtónleika í tilefni 50 ára afmælis kórsins. Tónleikarnir verða haldnir í Íþróttahúsi Keflavíkur við Sunnubraut og hefjast kl 17:00.
Karlakórinn Fóstbræður og Karlakórinn Þrestir munu heiðra kórinn með þátttöku í tónleikunum með því að syngja nokkur lög, auk þess sem allir kórarnir munu enda tónleikana með samsöng 150 söngvara.
Í tilefni afmælisins kemur út nýr geisladiskur með Karlakór Keflavíkur sem ber heitið Tónaberg. Eitt laganna á geisladisknum ber sama nafn, en lagið er eftir Siguróla Geirsson við texta Þorsteins Eggertssonar. Stjórnandi er Vilberg Viggósson og undirleikarar Ágota Joó og Ester Ólafsdóttir og einsöngvari er Steinn Erlingsson
Áður hefur kórinn gefið út hljómdiskinn „Suðurnesjamenn” árið 1996 og hljómplötu, sem bar nafn kórsins, á árinu 1981.
Páll Hilmarsson kórfélagi hefur haft veg og vanda að þessu verkefni.
Steinn Erlingsson formaður karlakórsins sagði í samtali við Víkurfréttir að von væri á stórgóðum tónleikum, sem enginn mætti láta fram hjá sér fara.
Karlakór Keflavíkur var stofnaður 1.des. 1953 og fagnar því um þessar mundir hálfrar aldar afmæli sínu. Jón Tómasson var fyrsti formaður kórsins.
Karlakór Keflavíkur er með elstu starfandi kórum landsins í dag og hefur hann starfað óslitið frá stofnári sínu. Fyrstu tónleikar kórsins voru haldnir um vorið 1955. Stjórnandi var Guðmundur Norðdahl og undirleikari Fritz Weisshappel.
Einsöngvarar á þessum tónleikum voru Kristinn Hallsson og kórfélagarnir, Böðvar Pálsson, Guðjón Hjörleifsson og Sverrir Olsen. Það var lagið “Ísland” eftir Sigurð Þórðarson, við ljóð Huldu sem var fyrst á söngskrá kórsins.
Ótal raddir hafa lagt kórnum liðstyrk sinn á löngum ferli. .Haukur Þórðarson hefur verið lengst formaður kórsins í 20 ár. Núverandi formaður er Steinn Erlingsson. Stjórnendur kórsins hafa verið margir þeir sem lengst stjórnuðu honum voru þeir Guðmundur Nordal. Herbert H.Ágústsson og Sigurður Demenz. Ragnheiður Skúladóttir var undirleikari í yfir 20 ár
Stjórnandi kórsins nú er Vilberg Viggósson og undirleikari Ester Ólafsdóttir
Víða hefur verið komið við, jafnt innanlands sem utan. Meðal þeirra landa sem kórinn hefur heimsótt á söngferðalögum sínum eru; Írland, Kanada, Svíþjóð, Noregur, Danmörk og Færeyjar. Síðasta utanferð kórsins var vorið 2000, en þá voru frændur okkar Færeyingar heimsóttir og mun sú ferð lengi lifa í hugum kórfélaga, fyrir metnaðarfullan velheppnaðan söng kórsins, en þó ekki síst fyrir frábærar móttökur.
Frá upphafi hafa árlegir vortónleikar kórsins verið fastur liður í starfsemi kórsins og þannig hefur kórinn skilað afrakstri hvers vetrar til bæjarbúa, þó reyndar hafi kórinn á síðustu árum farið með þá dagskrá bæði til nágrannasveitarfélaga, sem og höfuðborgarinnar og öðru hverju lengra út á landsbyggðina. Þá hefur kórinn verið virkur í þátttöku á hinum ýmsu kóramótum.
Karlakórinn Fóstbræður og Karlakórinn Þrestir munu heiðra kórinn með þátttöku í tónleikunum með því að syngja nokkur lög, auk þess sem allir kórarnir munu enda tónleikana með samsöng 150 söngvara.
Í tilefni afmælisins kemur út nýr geisladiskur með Karlakór Keflavíkur sem ber heitið Tónaberg. Eitt laganna á geisladisknum ber sama nafn, en lagið er eftir Siguróla Geirsson við texta Þorsteins Eggertssonar. Stjórnandi er Vilberg Viggósson og undirleikarar Ágota Joó og Ester Ólafsdóttir og einsöngvari er Steinn Erlingsson
Áður hefur kórinn gefið út hljómdiskinn „Suðurnesjamenn” árið 1996 og hljómplötu, sem bar nafn kórsins, á árinu 1981.
Páll Hilmarsson kórfélagi hefur haft veg og vanda að þessu verkefni.
Steinn Erlingsson formaður karlakórsins sagði í samtali við Víkurfréttir að von væri á stórgóðum tónleikum, sem enginn mætti láta fram hjá sér fara.
Karlakór Keflavíkur var stofnaður 1.des. 1953 og fagnar því um þessar mundir hálfrar aldar afmæli sínu. Jón Tómasson var fyrsti formaður kórsins.
Karlakór Keflavíkur er með elstu starfandi kórum landsins í dag og hefur hann starfað óslitið frá stofnári sínu. Fyrstu tónleikar kórsins voru haldnir um vorið 1955. Stjórnandi var Guðmundur Norðdahl og undirleikari Fritz Weisshappel.
Einsöngvarar á þessum tónleikum voru Kristinn Hallsson og kórfélagarnir, Böðvar Pálsson, Guðjón Hjörleifsson og Sverrir Olsen. Það var lagið “Ísland” eftir Sigurð Þórðarson, við ljóð Huldu sem var fyrst á söngskrá kórsins.
Ótal raddir hafa lagt kórnum liðstyrk sinn á löngum ferli. .Haukur Þórðarson hefur verið lengst formaður kórsins í 20 ár. Núverandi formaður er Steinn Erlingsson. Stjórnendur kórsins hafa verið margir þeir sem lengst stjórnuðu honum voru þeir Guðmundur Nordal. Herbert H.Ágústsson og Sigurður Demenz. Ragnheiður Skúladóttir var undirleikari í yfir 20 ár
Stjórnandi kórsins nú er Vilberg Viggósson og undirleikari Ester Ólafsdóttir
Víða hefur verið komið við, jafnt innanlands sem utan. Meðal þeirra landa sem kórinn hefur heimsótt á söngferðalögum sínum eru; Írland, Kanada, Svíþjóð, Noregur, Danmörk og Færeyjar. Síðasta utanferð kórsins var vorið 2000, en þá voru frændur okkar Færeyingar heimsóttir og mun sú ferð lengi lifa í hugum kórfélaga, fyrir metnaðarfullan velheppnaðan söng kórsins, en þó ekki síst fyrir frábærar móttökur.
Frá upphafi hafa árlegir vortónleikar kórsins verið fastur liður í starfsemi kórsins og þannig hefur kórinn skilað afrakstri hvers vetrar til bæjarbúa, þó reyndar hafi kórinn á síðustu árum farið með þá dagskrá bæði til nágrannasveitarfélaga, sem og höfuðborgarinnar og öðru hverju lengra út á landsbyggðina. Þá hefur kórinn verið virkur í þátttöku á hinum ýmsu kóramótum.