Stórtónleikar í Garðinum í kvöld
Stórtónleikar verða í samkomuhúsinu í Garði í kvöld, Sumardaginn fyrsta. Þeir eru í tilefni af afhendingu og vígslu konsertflygils sem fjölmörg fyrirtæki og einstaklingar í Garðinum og á Reykjanesi gefa unglingaráði Víðis og bænum og hefjast þeir kl. 20:30.
Á tónleikunum kemur fram landslið stórsöngvara og einleikara:
· Sigrún Hjálmtýsdóttir, sopran
· Jóhann Friðgeir Valdimarsson, tenór
· Ólafur Kjartan Sigurðarson, baryton
· Davíð Ólafsson, bassi
· Jónas Þórir, píanóleikari
· Þorsteinn Gauti píanóleikari mun leika einleiksverk á flygilinn
Auk þess mun ungt fólk í Garðinum koma fram.
Annað eins lið stórsöngvara hefur ekki komið fram í Garðinum áður og reyndar sjaldgæft að slíkt einvalalið komi fram úti á landsbyggðinni.
Enginn aðgangseyrir er á tónleikana og allir velkomnir svo lengi sem húsrúm leyfir.
Mynd/Þorgils: Diddú, sem sést hér á tónleikum í Duus-húsum, er meðal einvalaliðs listamanna sem koma fram á tónleikunum.