Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Stórtónleikar hjá Tónlistarskólanum - myndband
Miðvikudagur 29. febrúar 2012 kl. 12:01

Stórtónleikar hjá Tónlistarskólanum - myndband

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stórtónleikar Forskóla Tónlistarskóla Reykjanesbæjar fóru fram á dögunum og var öllu tjaldað til í Íþróttamiðstöðinni í Njarðvík. Þar komu fram söngelskir krakkar úr 2. bekk, Lúðrasveit og Strengjasveit. Lagið sem sjá má hér í myndabandinu heitir Karl sat undir kletti.

Á hverju ári vinnur forskóli 2 og lúðrasveit C saman að verkefni og var þetta 9. skiptið. Æfð eru fjögur lög saman og ferðast svo lúðrasveitin á milli grunnskólanna í Reykjanesbæ á tveimur morgnum og flytur lögin ásamt forskólum viðkomandi skóla fyrir krakka í 1. - 5. bekk. Enduðu svo herlegheitin núna um kvöldið þar sem allir forskólakrakkarnir og lúðrasveitin komu saman og spiluðu. Í ár var þó nýbreytni þar sem strengjasveit Tónlistarskólans bættist við, þau spiluðu eitt lag með forskólanum og komu einnig með í alla grunnskólanna.



Myndbandið tók Guðrún Sigríður Jóhannesdóttir