Stórtónleikar á Paddy´s í kvöld
Hljómsveitirnar vinsælu, Valdimar og Of monsters and men þarf nú vart orðið að kynna fyrir Suðurnesjamönnum en þau munu leiða saman hesta sína á tónleikum í kvöld á Paddy´s í Keflavík.
Valdimar hafa undafarna mánuði verið að fylgja plötu sinni Undraland um allt land. Farin var hringferð um landið í júlí en nú er loksins komið að því að heimsækja heimamenn á Paddy´s ásamt Of monsters and men.
Of monsters and men hafa verið að vinna að sinni fyrstu breiðskífu undanfarið og er áætlað að skífan komi út í næsta mánuði. Hljómsveitin hefur farið mikinn í sumar og hafa hlotið góðar viðtökur með lag sitt Little Talks en það hefur hljómað á öldum ljósvakans í sumar.
Þessar tvær hljómsveitir komu síðast fram saman á paddy´s um síðastliðin áramót og þá myndaðist gríðarleg stemning. Það verður því líklega enginn svikinn í kvöld en húsið opnar klukkan 21:00 og hefjast klukkan 22:00. Það kostar 2.000 krónur inn.