Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Laugardagur 18. maí 2002 kl. 20:54

Stórtækir Framsóknarmenn

Þeir hafa verið stórtækir í kynningum Framsóknarmenn i Reykjanesbæ. Í dag komu þeir upp löngum borða yfir Hafnargötu við Framsóknarhúsið til að kynna helsta stefnumál flokksins ‚‚fjölskyldan í fyrirrúmi‘‘. Framsóknarmenn hafa að undanförnu staðið i kynningum á stefnumálum flokksins, en væntanlegur er Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og mun hann þræða flugvellina í bænum og verður hann síðan með fund í Framsóknarhúsinu á þriðjudagskvöld.Meðfylgjandi myndir voru teknar af Þorsteini Árnasyni og Kjartani Má þegar þeir voru að binda borðann upp. Þorsteinn Árnason er nú vanur hnútabindingum, enda gamall sjómaður og sýndi hann engin vettlingatök í dag, þó svo að Kjartan Már hafi nú bara fygst með.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024