STÓRMÓT BRIDGEFÉLAGSINS
Bridgefélagið Muninn og Samvinnuferðir-Landsýn standa fyrir stórmóti í bridge laugardaginn 20.nóvember. Mótið hefst klukkan 10 í húsi bridgefélagsins, Mánagrund við Sandgerðisveg. Vinningshafar fá vegleg verðlaun, m.a. fimm peningaverðlaun á bilinu 6-70 þúsund krónur á par, ferðavinning að verðmæti 50 þúsund krónur og tvo matarvinninga. Keppnisgjald er 6000 krónur á par og spilað verður Monrad Barometer. Keppnisstjóri verður Sveinn Rúnar Eiríksson. Skráningar hjá Víði Jónssyni í síma 423-7628 eða 423-7623, Ævari Jónssyni í síma 422-7444 eða 423-7623, Svölu Pálsdóttur í síma 421-6159 eða 421-4500 og hjá B.S.Í. í síma 587-9360.Kveðja, stjórnin.