Stórkostlegir tónleikar í Grindavíkurkirkju í gærkvöldi
Þeir sem lögðu leið sína í Grindavíkurkirkju í gærkvöldi fengu að njóta margra af helstu perlum Sigvalda Kaldalóns í flutningi Sigrúnar Hjálmtýsdóttur, Jóhanns Friðgeirs Valdimarssonar og Jónasar Ingimarssonar.Sigvaldi Kaldalóns er auðvitað meðal ágætustu og virtustu sona Grindavíkur og tónleikagestir því margir hverjir vel kunnugir lögum hans. Það má því kannski búast við að fylgst sé sérstaklega vel með frammistöðu listamanna þegar þeir flytja lög Kaldalóns í heimabæ hans. Til að gera langa sögu stutta um frammistöðu þeirra Diddú, Jóhanns Friðgeirs og Jónasar má vitna í orð eins tónleikagestanna: “Þetta voru hreint stórkostlegir tónleikar”, og bætti við að það hefði sennilega hitt margan Grindvíkinginn í hjartastað að heyra “Góðan daginn Grindvíkingur” í lok tónleikanna.
Það eina sem skyggði á ánægjuna var að salurinn var ekki alveg fullur –þegar svona tækifæri gefst ætti að vera fullt út úr dyrum, segir á heimasíðu Grindavíkurbæjar.
Það eina sem skyggði á ánægjuna var að salurinn var ekki alveg fullur –þegar svona tækifæri gefst ætti að vera fullt út úr dyrum, segir á heimasíðu Grindavíkurbæjar.