Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Stórkostlegir hátíðartónleikar
Sunnudagur 6. september 2009 kl. 22:20

Stórkostlegir hátíðartónleikar


Söngfólk svæðisins sýndi allar sínar bestu hliðar á stórkostlegum hátíðartónleikum sem haldnir voru í dag í sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja fyrir troðfullu húsi. Kórar og einsöngvarar fluttu þar lög og atriði úr söngleikjum og óperum frá ýmsum tímum.

Tónleikarnir voru í einu orði sagt frábærir enda uppskar tónlistarfólkið rækilegt og verðskuldað lófaklapp í lokin.

Svipmyndir frá tónleikunum eru komnar inn á ljósmyndavef Víkurfrétta, sjá hér

Á tónleikunum kom fram:
Söngvarar: Valdimar Haukur Hilmarsson, Baritón, Bragi Jónsson, Bassi, Rúnar Guðmundsson, Tenor, Jóhann Smári Sævarsson, Bassi, Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Sópran, Dagný Jónsdóttir, Sópran, Jelena Raschke, Sópran, Elmar Þór Hauksson, Tenor, Karlakór Keflavíkur, Kvennakór Suðurnesja, Kór Keflavíkurkirkju, Orfeus.
Hljómsveitir: Talenturnar: Hanna Björg Konráðsdóttir, Birna Rúnarsdóttir, Sólmundur Friðriksson, Kristján Jóhannsson og Sigrún Gróa Magnúsdóttir. Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.
Stjórnandi var Arnór Vilbergsson.

---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VFmynd/elg.