VF jólalukka 25
VF jólalukka 25

Mannlíf

Stóri strengjasveitadagurinn í dag
Laugardagur 12. apríl 2008 kl. 10:31

Stóri strengjasveitadagurinn í dag

Stóra strengjasveitadagurinn verður haldinn í dag, laugardag en þá fær Tónlistarskóli Reykjanesbæjar góða gesti í heimsókn frá Tónlistarskóla Kópavogs og Suzukitónlistarskólanum Allegro í Reykjavík.

Yngri strengjasveitir þessara skóla, ásamt yngri strengajsveitinni TR munu hittast í Akurskóla og æfa saman frá kl.10 og fram eftir degi. Hópurinn mun einnig skoða sig um í Innri Njarðvík, m.a. víkingaskipið Íslending og Stekkjarkot. Dagskráin endar svo með tónleikum strengjasveitanna í Akurskóla kl.16:00. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk


Stjórnandi yngri stengjasveitar (A sveitar) Tónlistarskóla Reykjanesbæjar er Anna Hugadóttir og til aðstoðar er Guðbjörg Guðmundsdóttir.

VF jól 25
VF jól 25