Atnorth
Atnorth

Mannlíf

Stóri strengjasveitadagurinn í dag
Laugardagur 12. apríl 2008 kl. 10:31

Stóri strengjasveitadagurinn í dag

Stóra strengjasveitadagurinn verður haldinn í dag, laugardag en þá fær Tónlistarskóli Reykjanesbæjar góða gesti í heimsókn frá Tónlistarskóla Kópavogs og Suzukitónlistarskólanum Allegro í Reykjavík.

Yngri strengjasveitir þessara skóla, ásamt yngri strengajsveitinni TR munu hittast í Akurskóla og æfa saman frá kl.10 og fram eftir degi. Hópurinn mun einnig skoða sig um í Innri Njarðvík, m.a. víkingaskipið Íslending og Stekkjarkot. Dagskráin endar svo með tónleikum strengjasveitanna í Akurskóla kl.16:00. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

Bílakjarninn
Bílakjarninn


Stjórnandi yngri stengjasveitar (A sveitar) Tónlistarskóla Reykjanesbæjar er Anna Hugadóttir og til aðstoðar er Guðbjörg Guðmundsdóttir.