Stórglæsleg og metnaðarfull jólasýning FK
Húsfyllir var í gær þegar Fimleikadeild Keflavíkur stóð fyrir árlegri jólasýningu sinni í Íþróttahúsinu við Sunnubraut. Má ætla að um 11-12 hundruð manns hafi verið í húsinu.
Sýningin var afar glæsileg og auðséð að mikill metnaður hafði verið lagður í æfingar og undirbúning hennar. Enda á fjórða hundrað manns komið að henni þegar allt er talið.
Sýningin var túlkun á frumsamdri jólasögu eftir rithöfundinn Bryndísi Jónu Magnúsdóttur, sem ásamt systur sinni Hildi Maríu smíðaði umgjörðina utan um þessa stórglæsilegu sýningu.
Ellert Grétarsson var á staðnum og myndaði sýninguna. Afraksturinn má sjá í ljósmyndasafninu hér á síðunni.
Sýningin var afar glæsileg og auðséð að mikill metnaður hafði verið lagður í æfingar og undirbúning hennar. Enda á fjórða hundrað manns komið að henni þegar allt er talið.
Sýningin var túlkun á frumsamdri jólasögu eftir rithöfundinn Bryndísi Jónu Magnúsdóttur, sem ásamt systur sinni Hildi Maríu smíðaði umgjörðina utan um þessa stórglæsilegu sýningu.
Ellert Grétarsson var á staðnum og myndaði sýninguna. Afraksturinn má sjá í ljósmyndasafninu hér á síðunni.