Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Stórglæsilegt kvöld framundan
Miðvikudagur 2. apríl 2003 kl. 13:35

Stórglæsilegt kvöld framundan

Fegurðarsamkeppni Suðurnesja verður haldin í Bláa lóninu laugardaginn 12. apríl. Tólf glæsilegar stúlkur af Suðurnesjum taka þátt í Fegurðarsamkeppni Suðurnesja. Fegurðarsamkeppni Suðurnesja er ávallt ein glæsilegasta undankeppni sem haldin er ár hvert og verður engin breyting þar á í ár. Húsið opnar kl. 19:30 með fordrykk. Síðan verður boðið upp á þriggja rétta sælkeramáltíð, en í forrétt verður grafið lamb á grænu beði. Í aðalrétt verður kalkúnabringur með villisveppasósu, grænmeti og fondant kartöflum og í eftirrétt verður súkkulaði og hnetukaka með vanillusósu. Veitingastjóri er Sveinn Sveinsson.Jói Helga og Helga Möller skemmta
Stúlkurnar koma þrisvar fram um kvöldið. Fyrst í opnunaratriði frá fataversluninni Persónu, þá í Speedo sundbolaatriði frá K-sport og að lokum koma þær fram í sínum eigin kvöldkjólum. Þótt að stúlkurnar séu í aðalhlutverki um kvöldið þá verður margt annað gert til skemmtunnar. Hinn heimsfrægi dúett “Þú og ég” sem skartar þeim Jóhanni Helgasyni og Helgu Möller mun skemmta gestum auk þess sem Apótek Keflavíkur býður upp á undirfatasýningu frá Orublu. Þá mun hinn skemmtilegi dúett “Amor” frá Keflavík koma fram.

Kynnir kvöldsins verður Panoramaskvísan Vígdís Jóhannsdóttir. Í dómnefndina skipa Elín Gestsdóttir, framkvæmdastjóri Feguðarsamkeppni Íslands, Íris Björk Árnadóttir fegurðardrottning, Magnea Gumundsdóttir framkvæmdastjóri Bláa lónsins, Brynja Björk Harðardóttir, tannlæknanemi og fyrrverandi fegurðardrottning og Sigurður Ingimundarson aðstoðarskólastjóri og þjálfari
úrvaldsdeildarliðs Keflavíkur í körfuknattleik.

Kosið verður um titilinn Fegurðardrottning Suðurnesja, 2. og 3 sætið, Bláa lónsstúlkana, Ljósmyndafyrirsætu Suðurnesja, K-sport stúlkuna og þá verður vinsælasta stúlkan valin úr hópnum.


Margar hendur hafa lagt hönd á plóginn
Það eru margir sem hafa komið að undirbúningi keppninnar til að gera kvöldið sem glæsilegast. Má þar m.a. nefna Sigríði Kristjánsdóttur sem hefur séð til þess að stúlkurnar séu í sínu besta formi en þær hafa æft undir dyggri handleiðslu hennar í Perlunni. Oddný Nanna Stefánsdóttir hefur annast framkomu og annan undirbúning stúlknanna auk þess sem hún stíliserar keppninni ásamt Lovísu Aðalheiði Guðmundsdóttur sem er einnig framkvæmdastjóri keppninnar. Stúlkurnar á Nýja klippótek og Capelló sjá um hár stúlknanna í keppninni og Apótek Keflavíkur sér um förðun þeirra. Oddgeir Karlsson og Tóbías Sveinbjörnsson sáu um myndatökur af stúlkunum. Þá hafa Víkurfréttir og TVF fréttir séð um að kynna stúlkurnar með glæsibrag. Þá mun Ómar í Blómavali sjá um allar blómaskreytingar og blómavendi um kvöldið. Aðstandendur Fegurðarsamkeppni Suðurnesja vilja þakka öllum þeim sem koma að keppninni kærlega fyrir en án þeirra væri illmögulegt að halda svona glæsilega keppni eins og Fegurðarsamkeppni Suðurnesja er ár hvert.

Miðasala í fullum gangi
Miðasala á Fegurðarsamkeppni Suðurnesja er hafin. Hægt er að panta miða í síma 697-4030.


Með fullar hendur …!
Þátttakendur í Fegurðarsamkeppni Suðurnesja 2003 fá margar fallegar gjafir


Fegurðardrottning Suðurnesja fær:

- 120.000 kr. frá Sparisjóðnum í Keflavík.
- Demantshring frá Georg V. Hannah
- Húsgagnverslunin Kjarna gefur fataþjón
- Bláa lónið gefur árskort í Bláa lónið, heilnudd, gjafakörfu með andlits-
og baðlínu.
- Perlan gefur árskort í líkamsrækt og ljósakort.
- Mangó gefur 50% afslátt af vörum í eitt ár.
- Apótek Keflavíkur gefur Clarinskörfu og í henni er Selftan Radians Plus,
Eau ilm, rakaserum og Tonigue sturtusápu.
- Snyrtistofa Huldu gefur lúxusandlitsbað.
- Kóda gefur 10.000 kr. gjafabréf.
- Samhæfni gefur Hewlet Packard myndavél
- Capello og Nýja klippótek gefa 20.000 kr. inneign.


Annað sæti í Fegurðarsamkeppni Suðurnesja fær:

- Bláa lónið gefur 10 tímakort í lónið, 30 mínútna nudd og gjafakörfu með
andlitslínu.
- Perlan gefur sex mánaða kort í líkamsrækt og ljósakort.
- Apótek Keflavíkur gefur Clarinskörfu og í henni er Selftan Radians Plus, Eau ilm, rakaserum
og Tonigue sturtusápu.
- Persóna gefur 10.000.- gjafabréf.


Þriðja sæti í Fegurðarsamkeppni Suðurnesja fær:

- Bláa lónið gefur 10 tímakort í lónið, 30 mínútna nudd og gjafakörfu með
andlitslínu.
- Perlan gefur þriggja mánaðakort í líkamsrækt og ljósakort.
- Apótek Keflavíkur gefur Clarinskörfu og í henni er Selftan Radians Plus, Eau ilm, rakaserum og Tonigue sturtusápu.


Ljósmyndafyrirsæta Suðurnesja 2003 fær:
- Tískuljósmyndun frá Víkurfréttum


Vinsælasta stúlkan í Fegurðarsamkeppni Suðurnesja 2003 fær:
- Fær 10.000 kr fataúttekt frá Persónu


K-Sport stúlka Suðurnesja 2003 fær:
- Auglýsingasamning hjá K-sport og 50.000 kr. fataúttekt.


Bláa Lóns stúlkan fær:
- Árskort í Bláa lónið, Dekurdag í lóninu, kvöldverð fyrri tvo og Bláa lóns gjafakörfu


Að auki fá allar stúlkurnar:
- Snyrtitöksu frá Bláa lóninu með sturtusápu, kornageli og húðmjólk
- K-Sport gefur stúlkunum Speedobikíni.
- Apótek Keflavíkur gefur stúlkunum Clarins simmerhigliter fyrir andlit og líkama, naglalakk, augnblýant og tvo augnskugga.
- Nýja klippótek gefur Fashion Formula hársnyrtivörur frá heildversluninni Essei.
- Íslensk austurlenska/Danól gefur Oroblu sokkabuxur og boli.
- Capello gefur Paul Mitchell hársnyrtivörur.
- Blómaval gefur öllum stúlkunum blómavönd.


Auk þess fengu allar stúlkurnar frían aðgang í Bláa lónið og í Perluna á meðan undirbúningi stóð.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024