Stórglæsileg Ljósalagskeppni
Ljósalagið 2003 verður haldið í kvöld í Stapanum í Reykjanesbæ. Óhætt er að segja að Ljósalagið sé einn af hápunktum Ljósanætur. Kvöldið verður stórglæsilegt að vanda enda um stórmerkilegan viðburð að ræða þar sem margir af ástsælustu tónlistarmönnum þjóðarinnar taka þátt. Ýmsar uppákomur verða í gangi áður en húsið opnar og er hugmyndin að Götuleikhús Leikfélags Keflavíkur og Suðurnesjavíkingurinn Böðvar Jónsson taki á móti gestum fyrir utan Stapann ásamt því að Bifhjólaklúbburinn Ernir mun mynda heiðursvörð við innganginn. Húsið opnar kl. 19.15 en þá er tekið á móti gestum með fordrykk. Borinn verður fram þriggja rétta kvöldverður. Rjómalöguð villisveppasúpa í forrétt, fyllt kjúklingabringa með parmaskinku, ferskum parmesan osti og tilheyrandi meðlæti í aðalrétt og í desert verður frönsk súkkulaðiterta með ferskum jarðaberum og þeyttum rjóma. Ljóst er að enginn verður svikinn af þessum kvöldverð enda er Stapinn rómaður fyrir góða matargerð.
Að loknu borðhaldi hefst svo keppnin þar sem lögin 10 sem keppa um Ljósalagið 2003 verða leikin. Kjartan Már Kjartansson, frægasti kynnir okkar Suðurnesjamanna, mun verða kynnir kvöldsins. Eftir að lögin hafa verið spiluð mun hljómsveitin „Safnaðarfundur eftir messu“ leika djass þar til úrslit liggja fyrir ásamt því að opnað verður fyrir aðra gesti en matargesti, eða um kl. 23.00. Áætlað er að sigurlagið verði tilkynnt í kringum miðnætti og að því loknu mun Bítlavinafélagið leika fyrir dansi langt fram eftir nóttu.
Þrátt fyrir mikið umfang og stórglæsilegt kvöld hefur verðinu verið stillt í hóf og mun aðeins kosta 4200 kr. á keppnina með þriggja rétta kvöldverð, keppni og dansleik að keppni lokinni. Geri aðrir betur! Keppnin í fyrra heppnaðist mjög vel og voru allir mjög ánægðir með hana og reynslunni ríkari má búast við að í ár verði boðið upp á enn meiri skemmtun. Þess má geta að í ár verður ekki sjónvarpað frá keppninni og þar af leiðandi verður fólk að mæta í Stapann ætli það sér að sjá þennan merkilega viðburð sem Ljósalagið er. Miðapantanir eru í síma 421 2526 eða 891 9072 og eru þær hafnar og mikilvægt að fólk panti sem fyrst enda má gera ráð fyrir að færri komist að en vilja.
VF-ljósmynd: Frá Ljósalagskeppninni í fyrra.
Að loknu borðhaldi hefst svo keppnin þar sem lögin 10 sem keppa um Ljósalagið 2003 verða leikin. Kjartan Már Kjartansson, frægasti kynnir okkar Suðurnesjamanna, mun verða kynnir kvöldsins. Eftir að lögin hafa verið spiluð mun hljómsveitin „Safnaðarfundur eftir messu“ leika djass þar til úrslit liggja fyrir ásamt því að opnað verður fyrir aðra gesti en matargesti, eða um kl. 23.00. Áætlað er að sigurlagið verði tilkynnt í kringum miðnætti og að því loknu mun Bítlavinafélagið leika fyrir dansi langt fram eftir nóttu.
Þrátt fyrir mikið umfang og stórglæsilegt kvöld hefur verðinu verið stillt í hóf og mun aðeins kosta 4200 kr. á keppnina með þriggja rétta kvöldverð, keppni og dansleik að keppni lokinni. Geri aðrir betur! Keppnin í fyrra heppnaðist mjög vel og voru allir mjög ánægðir með hana og reynslunni ríkari má búast við að í ár verði boðið upp á enn meiri skemmtun. Þess má geta að í ár verður ekki sjónvarpað frá keppninni og þar af leiðandi verður fólk að mæta í Stapann ætli það sér að sjá þennan merkilega viðburð sem Ljósalagið er. Miðapantanir eru í síma 421 2526 eða 891 9072 og eru þær hafnar og mikilvægt að fólk panti sem fyrst enda má gera ráð fyrir að færri komist að en vilja.
VF-ljósmynd: Frá Ljósalagskeppninni í fyrra.