STÓRGJÖF TIL SANDGERÐINGA
Sóknarnefnd Hvalsneskirkju og Sigurvon fengu ánægjulega heimsókn á dögunum frá gömlum Sandgerðingi. Þá kom Kristinn Guðjónsson, sem bjó til margra ára í Sandgerði, færandi hendi ásamt fósturdóttur sinni, Ragnheiði Magnúsdóttur. Kristinn færði Sóknarnefndinni kr. 560.000 og sögu upphæð gaf hann til Sigurvonar.Gjöfin er gefin í minningu um eiginkonu Kristins, Jóhönnu Vilmundardóttur, sem er nýlega látin. Kristinn sagði að það hafi lengi staðið til að færa Sandgerðingum þessa gjöf en tækifærið gafst á dögunum. Þá fór fram móttaka í Slysavarnahúsinu í Sandgerði þar sem slysavarnakonur buðu upp á kaffiveitingar.Eftir að Kristinn hafði afhent gjafirnar fór hann í skoðunarferð um björgunarströðina og einnig nýja safnaðarheimilið í Sandgerði sem nýlega hefur verið tekið í notkun.Það voru þau Jórunn Guðmundsdóttir og Reynir Sveinsson sem tóku við gjöfunum fyrir hönd Sigurvonar og sóknarnefndarinnar.