Stórdansleikir í Stapa um jólin
Föstudagskvöldið 20. desember verður stórdansleikur í Stapa þar sem hljómsveitirnar Írafár og Á móti sól munu spila. Vignir Vigfússon í hljómsveitinni Írafár sagði í samtali við Víkurfréttir að honum lítist vel á að spila í Stapa: “Það er alltaf gaman að spila fyrir Suðurnesjamenn og góð stemnning. Við tökum að sjálfsögðu nokkra góða jólaslagara, en ég efast um að við mætum í jólasveinabúningum," sagði Vignir og bætti við að hann lofaði góðri stemningu og frábæru balli
fyrir Suðurnesjamenn á föstudagskvöldið í Stapa.Á annan í jólum verður annar stórdansleikur í Stapa, en þá mun hin þekkta hljómsveit Sálin Hans Jóns míns troða upp og skemmta íbúum Suðurnesja. Á gamlárskvöld mun svo hljómsveitin í Svörtum fötum fagna nýja árinu með gestum í Stapa, en húsið opnar klukkan 01:00 á nýja
árinu. Það verður því nóg um að vera í Stapa um hátíðarnar.
Myndbandið við lag hljómsveitarinnar Írafárs sem heitir “Allt sem ég sé" hefur nú þegar verið tilnefnt til Íslensku Tónlistarverðlaunanna í flokknum “Myndband Ársins" árið 2002 en úrslit verða kynnt eftir áramót. Myndbandið var tekið upp í og við Eyðibýli sem heitir Litli Hólmur og er staðsett milli Garðs og Keflavíkur. Tökurnar áttu sér stað frá klukkan 15:00 á föstudeginum 8. nóvember til hádegis á laugardeginum 9. nóvember. Leikstjóri og framleiðandi myndbandsins er
Suðurnesjamaðurinn Guðjón Jónsson, en hann starfar sem auglýsingaleikstjóri hjá auglýsingagerð Norðurljósa. Guðjón hefur starfað í þessum geira í þrjú ár og er myndbandið
“Allt sem ég sé" þriðja myndbandið sem hann leikstýrir og framleiðir fyrir Írafár.
fyrir Suðurnesjamenn á föstudagskvöldið í Stapa.Á annan í jólum verður annar stórdansleikur í Stapa, en þá mun hin þekkta hljómsveit Sálin Hans Jóns míns troða upp og skemmta íbúum Suðurnesja. Á gamlárskvöld mun svo hljómsveitin í Svörtum fötum fagna nýja árinu með gestum í Stapa, en húsið opnar klukkan 01:00 á nýja
árinu. Það verður því nóg um að vera í Stapa um hátíðarnar.
Myndbandið við lag hljómsveitarinnar Írafárs sem heitir “Allt sem ég sé" hefur nú þegar verið tilnefnt til Íslensku Tónlistarverðlaunanna í flokknum “Myndband Ársins" árið 2002 en úrslit verða kynnt eftir áramót. Myndbandið var tekið upp í og við Eyðibýli sem heitir Litli Hólmur og er staðsett milli Garðs og Keflavíkur. Tökurnar áttu sér stað frá klukkan 15:00 á föstudeginum 8. nóvember til hádegis á laugardeginum 9. nóvember. Leikstjóri og framleiðandi myndbandsins er
Suðurnesjamaðurinn Guðjón Jónsson, en hann starfar sem auglýsingaleikstjóri hjá auglýsingagerð Norðurljósa. Guðjón hefur starfað í þessum geira í þrjú ár og er myndbandið
“Allt sem ég sé" þriðja myndbandið sem hann leikstýrir og framleiðir fyrir Írafár.