Stóra upplestrarkeppnin spennandi og skemmtileg
Í síðustu viku fór fram lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Bergi í Hljómahöll. Stóra upplestrarkeppnin fer fram á hverju ári og eru það nemendur í 7. bekk sem taka þátt. Þetta var í 20. skipti sem keppnin fór fram.
Skólarnir velja allir tvo nemendur úr sínum skólum til að taka þátt og fer valið yfirleitt fram með keppni innan skólanna. Í ár voru það allir grunnskólar Reykjanesbæjar ásamt Grunnskólanum í Sandgerði sem sendu fulltrúa.
Það var barnakór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar sem hóf dagskránna. Einnig var boðið upp á ljóðalestur á króatísku og nokkrir nemendur skólana spiluðu á hljóðfæri.
Eftir skemmtilega og spennandi keppni þar sem allir þátttakendur stóðu sig frábærlega kom það í hlut dómnefndar að velja þá sem stóðu sig best. Það var Sæþór Elí Bjarnason úr Myllubakkaskóla sem fór með sigur að hólmi, Kamilla Ósk Jensdóttir úr Holtaskóla var í öðru sæti og Krista Gló Magnúsdóttir úr Njarðvíkurskóla í því þriðja.