Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Stóra upplestrarkeppnin: Sandra Lind Þrastardóttir hlutskörpust
Þriðjudagur 10. mars 2009 kl. 14:50

Stóra upplestrarkeppnin: Sandra Lind Þrastardóttir hlutskörpust


Sandra Lind Þrastardóttir, Myllubakkaskóla, hlaut fyrsta  sæti í Stóru upplestrarkeppninni en lokahátíð hennar fór fram í Bíósal Duushús í gær. Í öðru sæti var María Rose Bustos í Heiðarskóla og Sólborg Guðbrandsdóttir, Holtaskóla, var í því þriðja.
Tólf nemendur í sjöundu bekkjum grunnskólanna í Reykjanesbæl og Sandgerði tóku þátt í lokakeppninni eftir að hafa áunnið sér þátttökurétt eftir sigur í skólakeppnunum.
Fjölmenni var á lokahátíðinni og fengu viðstaddir m.a. að njóta tónlistarflutnings nemenda úr tónlistarskólum beggja bæjarfélaganna.

---

Efri mynd: Sigurvegarar í Stóru upplestrarkeppninni, talið frá v.: Sólborg Guðbrandsdóttir, Sandra Lind Þrastardóttir og María Rose Bustos.

Fjölmenni hlýddi á þátttakendur lesa sögur og ljóð.

VFmyndir/elg.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024