Stóra fréttin er Ísland og sjávarútvegurinn í Namibíu
Birgir Guðbergsson svaraði nokkrum spurningum frá Víkurfréttum um áramótin.
Hvaða stendur upp úr í einkalífi þínu á árinu?
Safari ferðalag um Úganda með stóra bróður og fjöldskyldu.
Fagnaðir þú ákveðnum áfanga eða byrjaðir þú á einhverju nýju 2019?
Flutti frá Mið-Afríkulýðveldinu í enda árs 2018 og byrjaði í nýju starfi í Guinea Bissau fyrir sama vinnuveitanda með tilheyrandi áskorunum.
Hver fannst þér stóra fréttin á landsvísu?
Ísland og sjávarútvegurinn í Namibíu.
Hver fannst þér stóra fréttin í nærumhverfi þínu?
Guinea Bissau hefur verið notað sem stökkpallur með hörð eiturlyf frá Suður-Ameríku til Evrópu. Árið 2019 var mjög árangursríkt við að ná þessum efnum. Þau fóru ekkert lengra, voru brennd á staðnum.
Hvað borðaðir þú um áramótin?
Það kom matarboð frá Íslandi.
Eru einhverjar áramóta-/nýárshefðir hjá þér?
Áramótahefð er einföld ef ég er á Íslandi; matur, brenna, skaup og svo eru það raketturnar.
Strengir þú áramótaheit?
Engin áramótaheit en gef mér þó tíma til að líta nokkur ár til baka, vitandi að nýi eða framhaldskaflinn sem er að byrja er ekki sjálfgefinn.