Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Stóns á Paddy's á morgun
Föstudagur 6. febrúar 2009 kl. 16:43

Stóns á Paddy's á morgun



Laugardaginn 7. Feb næstkomandi mun Rolling Stones tribute sveitin Stóns stíga á stokk á Paddy’s, en hún hefur að undanförnu tryllt landann með einstakri spilagleði. Ungir sem aldnir hreinlega göptu af undrun er drengirnir spiluðu á Players um daginn og því hægt að fullyrða að þakið á Paddýs mun varla halda vatni eftir að drengirnir hafa lokið sér af. „Þetta hefur verið þvílíkt stuð enda tökum við þverskurð af hinum gríðarlega farsæla ferli Rolling Stones“ segir Bjarni gítarleikari Stóns í tilkynningu frá Paddy’s.

„Bjössa (trommuleikara úr Mínus og söngvara Stóns) hefur í gegnum tíðina verið líkt við Mick Jagger og því var alveg tilvalið að kýla á þetta eftir að við heyrðum hvað hann er fantafínn söngvari.“ Meðlimir Stóns eru allir vel þekktir úr íslensku tónlistarlífi og koma þeir úr hljómsveitum á borð við: Mínus, Lights On The Highway, Esju og Motion Boys.
Stóns leika öll þekktustu lög Rolling Stones og gera það eins og sönnum rokkurum sæmir. „Jú við tökum þetta alveg alla leið, ég ætla ekki að segja meira en fólk verður bara að mæta til að fá upplifunina“ segir Bjarni að lokum. Ballið hefst uppúr miðnætti og kostar litlar 1000 kr inn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024