Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Stolin FRÉTT í fimmtugsafmæli
Fimmtudagur 8. mars 2012 kl. 16:36

Stolin FRÉTT í fimmtugsafmæli

Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta, fagnaði fimmtugsafmæli sínu í gær. Það væri ekki í frásögur færandi nema að bílnum hans var stolið á afmælisdaginn. Páll fór austur fyrir fjall með fjölskyldu sína til að halda upp á daginn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Hann virðist hins vegar hafa gleymt að bjóða frændum sínum, þeim Garðari og Margeiri Vilhjálmssonum. Þeir urðu eitthvað svekktir yfir því að hafa ekki verið boðið til afmælisveislu og renndu því austur á forláta Lada Sport og með aukalykil af bíl Páls. Í skjóli nætur „stálu“ þeir bíl Páls og settu Löduna í stæðið með skilaboðum og þakklæti fyrir að hafa ekki verið boðið til veislu.


Þegar Páll og Ásdís Björk Pálmadóttir, kona hans, ætluðu að halda heim á leið í dag varð þeim hrekkurinn ljós. Á myndinni hér að ofan má sjá Pál við Löduna góðu og hér að neðan er myndband af bílþjófnaðinum sem sett hefur verið inn á YouTube.


Páll segir að þessi hrekkur þeirra Garðars og Margeirs sé geymdur en ekki gleymdur.