Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Stofnfundur vináttufélags Baldurs KE á sjómannadaginn
  • Stofnfundur vináttufélags Baldurs KE á sjómannadaginn
Fimmtudagur 2. júní 2016 kl. 15:47

Stofnfundur vináttufélags Baldurs KE á sjómannadaginn

Stofnfundur vináttufélags m.b. Baldurs KE 97 frá Keflavík verður haldinn á Víkinni, Krossmóa 4 á fjórðu hæð á sjómannadaginn 5. júní næstkomandi klukkan 13. Báturinn, sem á stóran sess í sjávarútvegssögu Reykjanesbæjar, var afhentur Byggðasafni Reykjanesbæjar til eignar í lok sjómannamessu í fyrra af þáverandi eiganda hans, Ólafi Björnssyni, fyrrverandi útgerðarmanni en Ólafur lést tveimur mánuðum síðar.

Ólafur vildi að báturinn gegndi áfram hlutverki sínu í landi og fannst kominn tími til að gefa Byggðasafninu hann en báturinn hefur staðið hefur í nausti í Grófinni rétt við smábátahöfnina í Keflavík síðan árið 2003.

Baldur KE 97 var fyrsti frambyggði báturinn samkvæmt íslenskum hugmyndum og fyrstur með skuttog á Íslandi. Ólafur segir að hann hafi snemma fengið þá flugu í hausinn að láta smíða frambyggðan bát með skuttog. „Ég var stýrimaður á togaranum Júní og Andrés Gunnarsson vélstjóri gerði líkan og tillögur að skuttogara, en á þessum tíma var nýsköpunin í gangi. Það vildi enginn hlusta á hann hér heima, en hann fór sem farþegi með okkur á Júní til Grimsby. Við gengum frá þessu listaverki á káetuborðinu og ég sat langtímum saman og horfði á þetta listaverk,“ sagði Ólafur í viðtali við Víkurfréttir árið 2003 þegar báturinn var fluttur á núverandi stað og upplýstur.

Baldur KE var síðustu árin í eigu Nesfisks í Garði en var lagt þann 1. mars 2003 eftir að hafa gegnt sínu hlutverki rækilega í 42 ár.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024