Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Stofnfundur Hollvina Unu í Sjólyst í dag
Föstudagur 18. nóvember 2011 kl. 11:57

Stofnfundur Hollvina Unu í Sjólyst í dag

Í dag, föstudaginn 18. nóvember kl. 17:00, ætlar undirbúningsnefnd Hollvina Unu í Sjólyst að halda stofnfund félagsins í Miðgarði í Gerðaskóla. Þar verður glæsileg dagskrá sem Þorsteinn Eggertsson kynnir og segir hann einnig frá sínum kynnum af Unu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hilmar Örn Hilmarsson og Páll á Húsafelli flytja tónverk til heiðurs Unu. Einsöngur Steinn Erlingsson. Steinn ólst upp í Steinshúsi í Gerðum í næsta húsi við Unu. Magnús Gíslason fer með lausavísur. Guðmundur Magnússon vinnur að kvikmynd um Unu og ætlar hann að sýna brot úr viðtölum og kynna markmið Hollvina og fleira skemmtilegt verður dagskrá.

Slysavarnadeildin Una sér um veitingar. Aðgangur er ókeypis.