Stofna Suðurnesjadeild Gigtarfélags Íslands á fimmtudag
Frá því í vor hefur verið unnið að því að stofna deild innan Gigtarfélags Íslands hér á Suðurnesjum. Nú er komið að því að deildin verði stofnuð.
Gigtarfélag Íslands stendur fyrir stofnfundi fyrir deild félagsins á Suðurnesjum þann 19. september nk. Fundurinn verður kl. 19:30 í Virkjun á Ásbrú.
Á fundinum mun Elínborg Stefánsdóttir, hjúkrunarfræðingur á gigtardeild Landspítala, flytja fræðsluerindi um gigtarsjúkdóma, lyfjameðferð og svara spurningum.
Dagskrá fundar:
Fræðsluerindi Elínborgar Stefánsdóttir.
Kaffihlé.
Stofnun deildar GÍ á Suðurnesjum.
Kosning stjórnar og umræður um starf og hlutverk.
Fundi slitið.