Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Stofna leikjaklúbb
Fimmtudagur 31. mars 2005 kl. 16:07

Stofna leikjaklúbb

Þær Helena og Berglind hafa nýlega stofnað klúbbinn Vola da Gamba þar sem stelpur og strákar, fjögurra ára og eldri, koma saman og leika sér. Þær eru sjálfar í fjórða bekk Holtaskóla og segjast ætla að fara í leiki og fara í ferðalög með þeim sem vilja vera með. Þátttökugjald verður 1000 krónur en fyrsta vikan verður ókeypis. Þá munu þær líka hjálpa yngri krökkunum að læra að lesa og skrifa og kenna stóru krökkunum að vera góð í framtíðinni og margt fleira. Skráningarsímar eru 421-3793 og 847-5472.

 

VF-Mynd: Helena og Berglind

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024