Reykjanesbær aðventugarðurinn
Reykjanesbær aðventugarðurinn

Mannlíf

Stöðug traffík og góð stemmning á nýjum markaði
Föstudagur 11. september 2009 kl. 17:11

Stöðug traffík og góð stemmning á nýjum markaði

Stöðug umferð og góð stemming hefur verið á nýju markaðstorgi sem opnaði í gamla Rammahúsinu á Fitjum í dag. Þar hafa hjónin Karen Hilmarsdóttir og Einar Árnason opnað nokkurs konar kolaport sem kallast Skansinn og þar er verslað með notað og nýtt.

Skansinn verður opinn föstudaga til sunnudaga. Í dag er opið til kl. 19 en um helgina er opið kl. 12-18 bæði laugardag og sunnudag.

Þó nokkrir sölubásar höfðu opnað í dag og fleiri höfðu boðað komu sína um helgina. Þá er hægt að setjast niður og njóta kaffiveitinga og í dag var ljúft undirspil frá félagi Harmonikuunnenda á Reykjanesi.

Þeir sem vilja bóka sölubás á Skansinum í gamla Rammahúsinu geta gert það með tölvupósti á [email protected]




Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Myndir frá Skansinum í dag. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson



Að ofan er verið að versla með notaðan fatnað en að neðan má sjá kaffihúsið þar sem nú eru einnig málverk eftir listakonuna Tobbu.


VF jól 25
VF jól 25