Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Stjörnum prýdd Hljómahöll á Ljósanótt
Sálin hans Jóns míns er meðal tónlistaratriða á dansleiknum á laugardagskvöld.
Miðvikudagur 3. september 2014 kl. 09:26

Stjörnum prýdd Hljómahöll á Ljósanótt

KK, Pétur Ben, Ragnheiður Gröndal, Sálin, Júníus Meyvant o.fl.

Fjöldi vinsæls tónlistarfólks mun stíga á stokk í Rokksafni Íslands á Ljósanótt.

Tónlistarmaðurinn Júníus Meyvant spilar í Rokksafni Íslands á laugardag kl. 16:00. Hann hefur slegið í gegn með lagi sínu Color Decay en það hefur verið eitt allra vinsælasta lag sumarsins. Á sama stað, kl. 17:00, verður hinn vinsæli tónlistarmaður Pétur Ben með tónleika.

Ljósanæturballið 2014 er stærsta ball ársins á Suðurnesjum. Að þessu sinni eru það Sálin, Skítamórall & Jón Jónsson sem koma fram á laugardagskvöldið. Dansleikurinn hefst kl. 23:45.

Á sunnudag heldur tónlistarkonan Ragnheiður Gröndal í Rokksafninu á sunnudag. Tónleikarnir hefjast kl. 16:00. Þá mun tónlistarmaðurinn alkunni KK einnig halda tónleika í Rokksafni Íslands á sunnudag og hefjast þeir kl 17:00.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Rokksafn Íslands verður opið yfir Ljósanæturhátíðina alla daga á milli 12:00-18:00.

Nánari upplýsingar á vefsíðu Hljómahallar.