Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Stjörnuljós á Ljósanótt
Myndin er af Freddy Krueger. Wes Craven leikstjóri Nightmare og Elm Street lést 30. ágúst sl.
Miðvikudagur 2. september 2015 kl. 13:30

Stjörnuljós á Ljósanótt

Garðar Pétursson, grafískur hönnuður FÍT, opnar myndlistarsýninguna „Stjörnusljós – Málaðar minningar með lofti og litum“ í veitingahúsinu Ránni, Hafnargötu 19, Keflavík á Ljósanótt 2015.

Garðar starfar sem grafískur hönnuður og hefur unnið að listsköpun með frá útskrift sinni úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Myndefnið er fallnar stjörnur og stórmenni sem höfðu áhrif á umhverfi sitt og okkur sem fengum að njóta þeirra. Með þessu heiðrar hann minningu þeirra. Myndirnar eru unnar með airbrush-tækni á striga. Garðar er margverðlaunaður fyrir hönnun sína og hefur hannað fjölda merkja sem eru Íslendingum að góðu kunn. Má þar nefna merki heimsmeistaramótsins í handbolta 1995, merki Flugfélags Íslands svo eitthvað sé nefnt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024