Stilla á smábátahöfninni
Veðrið í dag hefur verið með besta móti, stillt og heiðskírt. Sú hefur sjaldan verið raunin þetta haustið og hafa veðurguðirnir verið Frónbúum lítt að skapi.
Því er mikilvægt að njóta veðursins þegar færi gefst, en þessi sjón blasti við ljósmyndara Víkurfrétta í dag. Sléttur sjórinn í höfninni í Gróf og smábátarnir speglast í sjávarfletinum.
VF-mynd/pket
Því er mikilvægt að njóta veðursins þegar færi gefst, en þessi sjón blasti við ljósmyndara Víkurfrétta í dag. Sléttur sjórinn í höfninni í Gróf og smábátarnir speglast í sjávarfletinum.
VF-mynd/pket