Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Stiklur - Gunnhildur Þórðardóttir
Laugardagur 28. október 2023 kl. 06:00

Stiklur - Gunnhildur Þórðardóttir

26. október til 12. nóvember 2023 í sal Íslenskrar grafíkur

Á sýningunni Stiklur með verkum eftir Gunnhildi Þórðardóttur eru ný verk bæði tví- og þrívíð verk auk þess eldri verk sem fá að slæðast með. Á sýningunni eru verk sem sýna eins konar stiklur eða brot eða búta af íslenskri náttúru auk þess sem stiklað er á stóru varðandi túlkun listamannsins á stóriðju og afleiðingum hennar á íslenska náttúru og upplifun.

Listaverk Gunnhildar fjalla oft um heimspekileg fyrirbæri en í listaverkum sínum túlkar hún vangaveltur sínar um lífið og tilveruna auk þess sem hnattræn hlýnun og hringrásarhagkerfið hefur alltaf verið ofarlega á baugi í hennar verkum enda mikill umhverfissinni. Öll verkin á sýningunni eru einnig gerð úr brotum, bútum eða afskurði úr hinum ýmsa efniviði t.d. timbri eða úr hlutum sem fá nýtt hlutverk s.s. gömul húsgögn, geymslukassar, gardínur eða listaverk.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á sýningunni verður einnig nýjasta og jafnframt sú sjötta ljóðabók listamannsins til sölu, Dóttir drápunnar – ljóð úr djúpinu auk þess sem listamaðurinn mun lesa ljóð fyrir sýningargesti. Fimmtudag 2. nóvember kl. 17 verður útgáfuhóf fyrir bókina í Bókakaffinu í Ármúla en það verður auglýst nánar síðar.

Gunnhildur Þórðardóttir er með MA í liststjórnun 2006, tvíhliða BA nám sagnfræði (listasögu) 2003 og listum frá Listaháskólanum í Cambridge UK og viðbótardiplómanámi í listkennslu bæði fyrir grunn - og framhaldsskóla frá Listaháskóla Íslands 2019. Hún hefur starfað við kennslu síðan 2014 og starfað í rúm tíu ár fyrir listasöfn bæði á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ. Hún hefur verið virkur myndlistarmaður í tuttugu ár og unnið trúnaðarstörf fyrir Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM) og félagið Íslensk grafík.