Stígur skref út fyrir djassinn
Nýtt lag frá Marínu Ósk
Íslenska tónlistarkonan Marína Ósk gefur út nýtt lag föstudaginn 21. júní 2024. Lagið heitir But me og er endurútgáfa á eldra lagi sem kom út fyrir nokkrum árum.
Lagið kemur núna út í sinni upprunalegu mynd, en það var einmitt samið á ensku og í þessum tónlistarstíl. Lagið fjallar um frelsið sem fæst við að marka eigin stefnu í lífinu. Það er nefninlega ekki til neitt handrit að þessu lífi og rétta stefnan er sú stefna sem þú vilt taka, sama hvað öðrum finnst.“, segir Marína Ósk.
Marína Ósk er þekktust fyrir að semja og leika djasstónlist, en síðasta plata hennar, One Evening in July, var hreinræktuð djassplata. Lagið The Moon and the Sky af þeirri plötu vann til íslensku tónlistarverðalaunanna.
Nú kveður hins vegar við nýjan hljóm, en Marína stígur með þessu lagi talsvert út fyrir heimavöllinn í djassinum og tekur vænan snúning við kántríið. Lagið slær tóninn fyrir þriðju plötu Marínu, sem kemur út í haust.