Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Stendur upp úr að verða faðir
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 22. desember 2022 kl. 07:35

Stendur upp úr að verða faðir

Viðburðaríkt ár er að baki hjá Antoni Frey Hauks Guðlaugssyni og fjölskyldu en hann ætlar að njóta jólanna með nýju fjölskyldunni sinni.

Hvernig var árið 2022 hjá þér og þinni fjölskyldu og hvað stendur upp úr?

Þetta ár var mjög virðburðaríkt. Það sem stóð að mestu leyti upp úr voru golferðirnar með félögunum ásamt yndislegum samverustundum og utanlandsferð með vinafólki okkar en það sem stendur mest upp úr er klárlega að hafa orðið faðir í nóvember.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ert þú mikið jólabarn?

Já og nei. Mér finnst matur rosalega góður og á jólunum er alltaf æðislegur matur að hætti mömmu. Vissulega verða þessi jól aðeins meira sérstök með litla stráknum okkar.

Hvenær er jólatréð yfirleitt sett upp á þínu heimili?

Ég og kærastan mín, Erna Freydís, höfum aldrei sett það upp á einhverjum ákveðnum tíma en í ár vildum við gera það áður en drengurinn okkar myndi fæðast – þannig við settum það upp í kringum 15. nóvember.

Hver eru fyrstu jólin sem þú manst eftir – áttu einhverjar skemmtilegar jólaminningar?

Fyrstu jólin sem ég man eftir er líklega bara fyrir nokkrum árum, þegar að amma og afi voru hjá okkur um jólin, sem var mjög notalegt. Skemmtileg jólaminning er frá því um síðustu jól, þá fórum við fjölskyldan til Spánar og vorum þar yfir jólin og áramótin. Það var skemmtileg tilbreyting.

En skemmtilegar jólahefðir?

Mamma eldar góðan jólamat á aðfangadag, svo græjar pabbi veislu á jóldag

Hvenær klárar þú að kaupa jólagjafirnar?

Úff, er ekki búinn að klára þær en búinn að kaupa nokkrar. Ætli síðasta jólagjöfin verði ekki kláruð á þorláksmessu.

Hvað finnst þér vera ómissandi á jólunum?

Að horfa á jólamynd eftir að allir eru búnir að opna pakkana.

Hver er eftirminnilegasta jólagjöfin sem þú hefur fengið?

Ætli það sé ekki Airpods eða takkaskór sem mamma og pabbi gáfu mér.

Er eitthvað á óskalistanum fyrir jólin í ár?

Playstation 5.

Hvað verður í jólamatinn hjá þér á aðfangadagskvöld?

Ristaður humar á pönnu og ristað brauð í forrétt og svo svínahamborgarhryggur.

Eru hefðir í mat?

Já, það er alltaf svínahamborgarhryggur á aðfangadag.

Hvað ætlar þú að gera í kringum jólahátíðina í ár?

Njóta með nýju fjölskyldunni minni, ömmum, öfum og vinum.