Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Stendur Sigvaldi við stóru orðin?
Þriðjudagur 28. júní 2016 kl. 11:01

Stendur Sigvaldi við stóru orðin?

Ætlar að slumma enskan hund eftir frækinn sigur Íslands

Lögreglumaðurinn Sigvaldi Arnar Lárusson úr Reykjanesbæ hefur ekki góða reynslu af veðmálum og fótbolta. Síðast þegar hann tjáði sig á Facebook um fótbolta þá endaði það með því að hann fór fótgangandi til Hofsóss. Þá var hann handviss um að Gylfi Þór Sigurðsson myndi verða íþróttamaður ársins en svo fór ekki.

Nú fyrir leikinn gegn Englendingum á EM var Sigvaldi aftur á ferðinni á Facebook síðu sinni. Þar sem hann sagðist ætla að kyssa enskan hund ef Íslendingar næðu að landa sigri. Eða eins og Sigvaldi orðaði það:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nú er bara að sjá hvort að lögreglumaðurinn fótfrái muni standa við orð sín líkt og síðast.