Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Stemning á fjörugum föstudegi í Grindavík
Hjá trésmíðaverkstæðinu Grindinni fengu börnin að bora gat í jólastjörnu úr við. VF Mynd: Hildur
Þriðjudagur 29. nóvember 2016 kl. 06:00

Stemning á fjörugum föstudegi í Grindavík

Síðastliðinn föstudag héldu Grindvíkingar svokallaðan fjörugan föstudag á Hafnargötunni og var margt skemmtilegt um að vera. Má þar nefna tónleika hljómsveitarinnar Backstabbing Beatles í Þorbirni þar sem einnig var boðið upp á djúpsteiktan fisk og franskar, kollagendrykkinn Öldu og bjór frá bruggverksmiðjunni Steðja í Borgarfirði.

Jólasveinar sáust á kreiki og heilsuðu upp á börnin með gotterí í poka. Verkstæði og búðir á Hafnargötunni voru með opin hús og buðu upp á kynningar, tilboð og ýmis konar uppákomur og lögðu margir leið sína á Hafnargötuna sem haldinn var í sjötta sinn í ár. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Jólasveinar kíktu í heimsókn í fyrirtækið Vigt og gaf krökkunum mandarínur.

Hljómsveitin The Backstabbing Beatles hélt uppi stuði í Þorbirni.

Jólastjörnurnar vöktu mikla lukku meðal yngstu kynslóðarinnar.

Hér að neðan má sjá fleiri fínar myndir frá hátíðinni.

[email protected]

Föstudagur í Grindavík