Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Stemmningin segir svo mikið
Laugardagur 30. júlí 2016 kl. 14:31

Stemmningin segir svo mikið

Hvað ætla Suðurnesjamenn að gera um helgina?

Víkurfréttir spurðu nokkra Suðurnesjamenn út í áform þeirra um verslunarmannahelgina en fólk er ýmist á leið á útihátíðir með vinunum, í sumarbústað með fjölskyldunni eða slaka á heima við og njóta kyrrðarinnar.

Sólný Lísa Jórunnardóttir starfsmaður á leikskólanum Akri er búsett í Reykjanesbæ. Sólný ákvað að fara ekkert þessa verslunarmannahelgi, heldur njóta hennar í staðinn heima með konunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvað á að gera um verslunarmannahelgina og hvert á að fara?
Ég ætla nú bara að vera í Reykjanesbæ yfir þessa verslunarmannahelgina. Hana mun ég eiga rólega með konunni minni og nokkrum góðum vinum.

Er einhver verslunarmannahelgi sem er eftirminnilegri en aðrar hjá þér?
Sú verslunarmannahelgi sem stendur upp úr hjá mér er verslunarmannahelgin 2015. Við fórum á Flúðir með góðu vinafólki og var stemmningin svo skemmtileg að tíminn flaug alveg frá okkur. Við vorum allan tímann bara á tjaldsvæðinu en var svo yndislegt og gaman og veðrið var geðveikt.

Hvað finnst þér einkenna góða verslunarmannahelgi og finnst þér eitthvað vera ómissandi um þessa helgi?
Það sem mér finnst einkenna góða verslunarmannahelgi er gott veður og góður félagsskapur. Stemmningin segir svo mikið.